Jafnlaunastefna

Von harðfiskverkun ehf.

Jafnlaunastefna

Tilgangur og markmið



Það er stefna Von harðfiskverkunar ehf.  að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara og réttinda fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá fyrirtækinu.

Stefnan tekur til alls starfsfólks Von harðfiskverkunar ehf. og kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í lögum.


Laun starfsfólks Von harðfiskverkunar ehf skulu vera í samræmi við lög og kjarasamninga og skal launasetning taka mið af eðli, ábyrgð og umfangi þess starfs sem starfsmaðurinn gegnir auk þess sem tekið er mið af þeirri þekkingu, færni og reynslu sem starfsmaðurinn býr yfir.


Markmið Von harðfiskverkunar ehf. er að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns hafi jöfn tækifæri í starfi.


Megináherslur

Von harðfiskverkun ehf leggur áherslu á:


  • Að bjóða starfsmönnum sínum samkeppnishæf laun og starfskjör.
  • Að launasetning og launabreytingar sé unnar í samræmi við kröfur og kjarasamninga hverju sinni.
  • Að allar ákvarðanir um laun og önnur starfskjör byggi á málefnalegum sjónarmiðum og fylgi þeirri meginreglu um að konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns skuli greidd sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.


Framkvæmd

Til að ná markmiðum sínum fylgir fyrirtækið kjarasamningum á hverjum tíma.

Share by: