Siðareglur

Von harðfiskverkun ehf.

Siðareglur

Siðareglur Von Iceland tilgreina helstu lykilatriði varðandi siðferði og heiðarlega starfshætti, sem eiga við í rekstri fyrirtækisins og eru leiðarljós fyrir starfshætti, framkomu og viðhorf allra starfsmanna. Lykilatriðin varða; 

  • Siðferðir starfsmanna
  • Reglur gegn spillingu og mútum
  • Starfshætti í samræmi við samkeppnislög
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Siðferðisreglur á vinnustað
  • Ábyrgð fyrirtækisins

Siðareglurnar styðja við gildi okkar og eru þær samhæfðar grunnstefnu og öðrum reglum og leiðbeiningum Von Iceland. Siðareglur okkar eru hluti af ráðningarskilmálum starfsfólks hjá Dögum. 

 

Siðferði starfsmanna 

 

Starfsmenn Von Iceland verða að fylgja lögum bæði í störfum sínum og utan vinnutíma.

 

Þar sem lög eða reglur skortir t.a.m. varðandi persónulega ábyrgð, verður hver starfsmaður að viðhafa heiðarlegt mat og varkárni. 

Starfsmönnum ber að hafa samband við næsta yfirmann eða annan yfirmann, ábyrgan samstarfsmann eða tengilið viðskiptavinar til ráðagerðar. 

Samskipti við viðskiptavini, samstarfsmenn og samstarfsaðila skulu fara fram af virðingu og sanngirni. 

Áreitni og einelti, þar með talin kynferðisleg áreitni, er með öllu óásættanleg innan Von og verður ekki liðin af hálfu fyrirtækisins. 

Neysla og áhrif áfengis og/eða annarra vímuefna er ekki leyfð við störf hjá Von Iceland.

 

Spilling og mútur 

 

Von Iceland samþykkja á engan hátt spillingu og mútur og berjast gegn slíku í hvívetna. 

Von Iceland keppa um viðskipti á sanngirnisgrundvelli og einvörðungu á eigin verðleikum. 

Allar persónulegar greiðslur, endurgreiðslur og mútur milli Von Iceland og/eða starfsmanna Vonar gagnvart viðskiptavinum, birgjum eða opinberum aðilum eru stranglega bannaðar. 

Starfsfólki Von Iceland er bannað að þiggja gjafir eða annan þakklætisvott frá viðskiptavinum nema að það sé af hóflegu verðgildi og þjóni tilgangi viðskiptanna, t.a.m. að þiggja sýnishorn. 


Samræmi við samkeppnislög 

 

Það er kjarni viðskiptahátta Von Iceland að uppfylla allar viðeigandi samkeppnisreglur og reglugerðir. 

Von Iceland hafa ekki uppi verðsamráð og skipta ekki markaði eða þjónustuþáttum með samkeppnisaðilum. 

Von Iceland ræða ekki samkeppnisatriði, eins og verðlagningu, afslætti, bónusa, söluskilmála o.s.frv., við samkeppnisaðila. 

 

 

Tengsl við viðskiptavini

 

Við upplýsum viðskiptavini og birgja um siðareglur Daga. 

Við afhendingu þjónustu og eða vörum fylgir Von Iceland viðurkenndum umhverfis-, gæða, öryggis- og heilsufarsstöðlum. 

Þagnarskylda gagnvart viðskiptavinum er virt og viðeigandi gögn varðveitt. 

Athugasemdir viðskiptavina eru teknar alvarlega og eru skilgreindar sem verðmætar 

upplýsingar til sífelldra endurbóta í bættri þjónustu. 

 

 

Vinnustaðastaðlar 

 

Von Iceland leitast við að tryggja sem bestar vinnuaðstæður fyrir starfsfólk, m.t.t. viðeigandi heilsu- og öryggisstaðla. 

Von Iceland líða ekki mismunun starfsmanna varðandi ráðningar og störf; allir starfsmenn okkar hafa rétt til að fá sanngjarna og sömu meðferð. 

Von Iceland virða félagafrelsi og samningsrétt; allir starfmenn okkar eiga rétt á að vera í stéttarfélagi. 

Von Iceland samþykkja ekki nauðungarvinnu né barnaþrælkun. 

Von Iceland bjóða laun sem að lágmarki fylgja launatöxtum kjarasamninga og 

reglum á vinnumarkaði. 

Starfmönnum býðst þjálfun í samræmi við þau störf sem þeir sinna. 

Von Iceland virðir einkalíf starfsmanna og vernda tengdar upplýsingar á viðeigandi hátt. 

 

Ábyrgð fyrirtækisins 

 

Von Iceland vinnur samkvæmt meginreglum um góða stjórnun fyrirtækja. 

Von Iceland vinnur að því að minnka umhverfisáhrif af starfsemi sinni. 

Von Iceland er ábyrgður fyrirtækjaþegn í því samfélagi þar sem fyrirtækið starfar. 

Samfélags-, umhverfis-, og siðferðisleg skuldbinding Von Iceland skal endurspeglast 

í öllum samskiptum við viðskiptavini, starfsmenn, birgja og aðra hagsmunaaðila.


Share by: