Von harðfiskverkun ehf.
Stefna Von harðfiskverkunar er að tryggja öllum starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.
Markmiðið er slysalaus vinnustaður en einnig að stuðla að vellíðan og góðri heilsu starfsfólks og um leið að lágmarka fjarvistir vegna veikinda.
Til að ná þessu markmiði þurfa allir að vera meðvitaðir um eigin ábyrgð hvað varðar öryggi og vinnuvernd á vinnustaðnum hvort sem um er að ræða stjórnendur, verkstjóra eða starfsfólk.
Markmið
• Slysalaus starfsemi.
• Aðbúnaður á vinnustað miðar að því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan starfsmanna.
• Starfsmönnum er tryggð nauðsynleg þjálfun í öryggismálum og vinnuvernd.
• Áhætta er metin í allri starfseminni.
• Ábyrgð stjórnenda er skýr og starfsmenn vita að öryggi þeirra hefur ávallt forgang.
• Unnið er að stöðugum umbótum í öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmálum.
• Hvetja og styrkja starfsmenn til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.
Leiðir
Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir viðhaldi og endurskoðun stefnunnar.
Framleiðslustjóri ber ábyrgð á að starfsmenn fyrirtækisins þekki stefnuna.